Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur áfram eft­ir fram­leng­ingu

Jón Dagur og samherjar hans í AGF eru komnir áfram í bikarkeppninni.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í danska liðinu AGF frá Árósum komust í dag áfram í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á grannaliðinu VSK Århus eftir framlengdan leik.

VSK Århus náði forystunni á 38. mínútu og liðið, sem leikur í dönsku C-deildinni, hélt þeirri forystu þar til komið var að lokakafla leiksins. Gift Links jafnaði þá fyrir AGF á 75. mínútu og framlengja þurfti leikinn.

Alexander Munksgaard kom AGF í 2-1 á 96. mínútu í framlengingunni og þegar mínúta var eftir skoraði Patrick Mortensen þriðja markið fyrir liðið. AGF vann 3-1 sigur og er komið áfram í keppninni.

Mikael Anderson var ekki leikmannahópi Midtjylland þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Fremad Amager í sömu bikarkeppni.

Í tyrknesku bikarkeppninni var Theodór Elmar Bjarnason á ferðinni með liði sínu Akhisarspor þegar liðið mætti Bayburt.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og sömuleiðis eftir framlengingu og þar með þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá úrslitin.

Bayburt sigraði vítaspyrnukeppnina 4-2 en tvö víti fóru forgörðum hjá Akhisarspor. Theodór Elmar tók síðustu spyrnuna í kvöld en brást bogalistinn á vítapunktinum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun