Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jón Daði vísar frétt The Sun á bug

Jón Daði seg­ir að eng­inn fót­ur sé fyr­ir frétt hjá The Sun þess efnis að hann sé á leið til Millwall.

ÍV/Getty

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður enska liðsins Reading, seg­ir að eng­inn fót­ur sé fyr­ir frétt hjá enska götublaðinu The Sun í morg­un.

The Sun greindi frá því í morgun að Reading hafi samþykkt 750.000 punda til­boð enska B-deild­ar­fé­lags­ins Millwall í Jón Daða.

Fótbolti.net sló á þráðinn til Jóns Daða og spurði hvort einhver fótur væri fyrir þessum fréttaflutningi.

„Þetta er ekki á rökum reist,“ sagði Jón Daði við Fótbolta.net en því hefur nú verið eytt út úr fréttinni.

Íslendingavaktin vakti fyrst athygli á því að framtíð Jóns Daða væri í húfi hjá Reading. José Manuel Gomes, knattspyrnustjóri Reading, ætlar sér að hreinsa til í herbúðum félagsins í sumar og Jón Daði er einn þeirra sjö leikmanna sem félagið telur ekki vera lengur þörf á. Honum var tjáð að mæta ekki í æfingaferð með félaginu, heldur að mæta frekar til æfinga á æfingasvæði félagsins á morgun.

Jón Daði, sem er 27 ára, lék 20 leiki fyrir Reading í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 6 mörk.

Lið í grísku úrvalsdeildinni virðist þá vera áhugasamt um þjónustu Jóns Daða, ef marka má Twitter-færslu hjá blaðamanninum Courtney Friday:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir