Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Daði skoraði tvö mörk í tapi Millwall í enska deildabikarnum

Tvö mörk frá Jóni Daða dugðu ekki til sigurs

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem mætti Oxford United í enska deildabikarnum í kvöld. Jón Daði skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu og bætti svo öðru við á 52. mínútu. Mark Sykes minnkaði muninn fyrir Oxford á 87. mínútu en svo í uppbótartíma fékk Oxford vítaspyrnu sem James Henry skoraði úr. Lokatölur 2-2 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Oxford fór með sigur af hólmi, 4-2. Jón Daði tók vítaspyrnu fyrir lið sitt en brást bogalistinn á punktinum. Millwall er þar með dottið úr enska deildarbikarnum.

Tækifæri Jóns Daða hjá Millwall hafa verið af skornum skammti en fyrir þennan leik hafði hann einungis spilað einn bikarleik og 16 mínútur í ensku B-deildinni á þessu tímabili fyrir liðið. Millwall er í 10. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 5 umferðir. Eftir þessa frammistöðu hjá Jóni Daða hlýtur hann að gera tilkall í að fá fleiri tækifæri í deildinni. Millwall mætir Hull næstkomandi laugardag í deildinni.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn er Krasnodar tapaði gegn Olympiakos 2-1 í undankeppni Meistaradeildarinnar en Krasnodar tapaði fyrri leiknum 4-0 og þar með einviginu samanlagt 6-1. Þessi úrslit þýðir að Krasnodar mun leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun