Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jón Daði skoraði í jafn­tefl­is­leik – Myndband

Jón Daði skoraði eina mark Millwall þegar liðið gerði jafntefli í ensku B-deildinni í kvöld.

Mynd/Millwall

Jón Daði Böðvarsson var mættur í byrjunarlið Millwall og nýtti tækifærið vel þegar liðið tók á móti Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Jón Daði skoraði eina mark Millwall.

Aleksandar Mitrovic kom Fulham yfir strax á þriðju mínútu leiksins er hann setti boltann í netið eftir fyrigjöf frá hægri. Jón Daði skoraði jöfnunarmark Millwall aðeins fimm mínútum síðar og það kom upp úr hornspyrnu. Bolt­ann barst þá til Jóns Daða á nær­stöng­ina og honum tókst að stýra bolt­an­um yfir marklín­una af stuttu færi.

Liðsfélagi Jóns Daða, Jed Wallace, fékk gott tækifæri til þess að koma Millwall yfir á 22. mínútu þegar hann tók vítaspyrnu en honum brást bogalistin úr spyrnunni. Lokatölur urðu 1-1.

Millwall er áfram í 11. sæti deildarinnar og hefur 46 stig að loknum 32 umferðum. Jón Daði hefur leikið 21 deildarleik á leiktíðinni og er nú búinn að skora tvö mörk í deildinni. Markið sem hann skoraði í kvöld er hér að neðan.

 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið