Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Daði lék í tapi gegn toppliðinu

Jón Daði kom inn af bekknum í tapi Millwall í ensku B-deildinni.

ÍV/Getty

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var á meðal varamanna Millwall þegar liðið mætti WBA í ensku B-deildinni í dag. WBA fór með sigur af hólmi, 2-0.

WBA komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Filip Krovinovic skoraði með laglegu skoti utan teigs. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Jón Daði kom inn á sem varamaður á 60. mínútu leiksins og lék því síðasta hálftímann. Á 84. mínútu innsiglaði WBA sigurinn þegar Dara O´Shea skoraði með skallamarki og þar við sat.

Jón Daði og samherjar hans í Millwall eru í 10. sæti deildarinnar með 45 stig, fimm stigum frá umspilssæti eftir 31 umferð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun