Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Daði lék all­an leik­inn í tapi

Jón Daði spilaði allan tímann með liði sínu Millwall sem tapaði fyrir Blackburn Rovers.

ÍV/Getty

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn í framlínu Millwall þegar lið hans laut í grasi fyrir Blackburn Rovers, 2-0, á útivelli í ensku B-deildinni í dag.

Jón Daði var þar með að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Millwall í deildinni á þessari leiktíð en hann hefur áður verið í byrjunarliði liðsins í enska deildabikarnum.

Mörk Blackburn Rovers í leiknum komu í sitt hvorum hálfleiknum. Derrick Williams skoraði á 18. mínútu og Bradley Dack innsiglaði svo sigur liðsins á 74. mínútu. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Blackburn Rovers.

Úrslitin þýða að Millwall dettur niður í 15. sæti deildarinnar en liðið er með 9 stig eftir að hafa unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni.

Í ensku úrvalsdeildinni var Jóhann Berg Guðmundsson fjarverandi vegna meiðsla þegar lið hans Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton & Hove Albion. Burnley er í 12. sæti með 5 stig eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun