Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Daði kom inn á og bjó til stig

Jón Daði lagði upp annað mark Millwall sem tryggði liðinu jafntefli í kvöld.

ÍV/Getty

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson og liðsfélagar hans í enska liðinu Millwall gerðu 2-2 jafntefli við Cardiff City í ensku B-deildinni í kvöld.

Danny Ward kom Cardiff yfir á 12. mínútu leiksins en Tom Bradshaw jafnaði metin fyrir Millwall undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1-1 í hálfleik.

Junior Hoilett skoraði annað mark Cardiff á 57. mínútu en Jón Daði, sem hóf leikinn á varamannabekknum hjá Millwall, kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og lagði upp jöfnunarmark Millwall, 2-2, sem Tom Bradshaw skoraði sjö mínútum síðar. Liðin skildu því með skipt­an hlut, 2-2.

Millwall hefur nú 15 stig í 16. sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Jón Daði hef­ur komið við sögu í sjö af þrettán leikj­um liðsins í deild­inni en hef­ur ekki náð að skora.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun