Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Daði kom inn á í jafn­tefli

Jón Daði kom inn á sem varamaður fyrir Millwall í ensku B-deildinni.

ÍV/Getty

Millwall gerði 1-1 jafntefli við Hull á heimavelli í ensku B-deildinni í dag. Jón Daði Böðvarsson var á meðal varamanna en spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins fyrir Millwall.

Heimamenn í Millwall náðu fljótlega forystunni þegar þeir fengu vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins. Jed Wallace steig á punktinn og skoraði úr vítaspyrnunni.

Aðeins átta mínútum síðar fékk Hull aukaspyrnu úr töluverðri fjarlægð. Með löngu skoti tókst Kamil Grosicki að skora glæsilegt aukaspyrnu mark, sem má sjá hér að neðan.

Millwall var hættulegri aðilinn í síðari hálfleiknum en liðinu tókst ekki að skora og lokatölur urðu því 1-1.

Millwall hafði fyrir leikinn verið taplaust á heimavelli sínum en liðið hefur 9 stig í 12. sæti deildarinnar eftir sex umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun