Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jón Daði geng­inn til liðs við Millwall

Selfyssingurinn Jón Daði er geng­inn til liðs við enska B-deild­arliðið Millwall.

Mynd/Millwall

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er geng­inn til liðs við enska B-deild­arliðið Millwall, en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Hann kemur til félagsins frá Reading þar sem hann lék í rúm tvö ár.

Kaup­verðið er 750.000 pund og skrif­ar Jón Daði und­ir langtímasamning við Millwall. Ekki er vitað hversu langur samningur hans er.

Í síðustu viku vakti Íslendingavaktin athygli á því að framtíð Jóns Daða væri í húfi hjá Reading en honum var þá tjáð af félaginu að starfskrafta hans yrði ekki lengur óskað og var í kjölfarið skilinn eftir þegar liðið fór í æfingaferð til Spánar.

Jón Daði, sem er 27 ára, spilaði 20 leiki fyrir Reading í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 6 mörk.

Jón Daði lék með Selfossi áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann lék fyrst erlendis með Viking í Noregi og hefur einnig leikið með liðunum Kaisers­lautern, Wolves og Reading.

Hann fer nú beint í æfingaferð til Portúgals með nýja liði sínu Millwall.

Millwall endaði síðustu leiktíð í 21. sæti í ensku B-deildinni. Félagið hefur lengi verið þekkt fyrir ástríðufulla stuðningsmenn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir