Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jón Daði: Atvinnumennskan ekki alltaf dans á rósum

Jón Daði segir að það sé ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu.

ÍV/Getty

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Reading á Englandi, hefur viðurkennt að það sé ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Þetta kom fram á Instagram-síðu hans þar sem stuðningsmenn Reading spurðu hann spjörunum úr.

„Þetta er frábær atvinna með helling af jákvæðum hlutum. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa þann möguleika að starfa við það sem ég elska. Þegar ég segi það, þá er því miður atvinnumennskan ekki alltaf dans á rósum. Eins og í öðrum atvinnum þá er mikill kliður og ýmislegt annað sem þú getur ekki stjórnað og verður til þess að þú getur ekki alltaf fylgt eigin samfæringu.“

Jón Daði, sem er 26 ára, var að klára sína aðra leiktíð með Reading í ensku B-deildinni. Hann var að glíma við mikið af meiðslum í vetur og lýsir leiktíðinni sem hálfgerði martröð vegna þeirra, en hann gat einungis gefið kost á sér í 20 leikjum vegna kálfa- og bakmeiðsla.

„Þessi leiktíð var martröð hvað varðar meiðsli. Þetta er því miður það neikvæða sem fylgir þessari atvinnu.“

Jón Daði fékk þá spurningu út í það hvernig var að spila á Heimsmeistaramótinu með Íslandi í Rússlandi í fyrra.

„Það var skrýtin tilfinning en á sama tíma mjög góð. Þetta var alltaf eitt þeim hlutum sem ég ímyndaði mér þegar ég var yngri að spila fótbolta út í garðinum heima. En þegar ég var kominn á Heimsmeistaramótið þá var eins og ekkert væri eðlilegra.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir