Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jóhannes Kristinn skoraði huggulegt mark í sigri Rangers – Myndband

Jóhannes Kristinn skoraði í dag afar lag­legt mark fyrir U17 ára lið Rangers á alþjóðlegu móti unglingaliða í Katar.

Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði í dag afar huggulegt mark fyrir U17 ára lið Rangers í 4-2 sigri liðsins á heimamönnum í Aspire-akademíunni á alþjóðlegu móti unglingaliða í Katar, en liðin leika um 5.-8. sæti mótsins.

Jóhannes Kristinn skoraði þriðja mark Rangers á 61. mínútu leiksins og kom liðinu þar með yfir í leiknum, 3-2, og það gerði hann með því að vippa boltanum yfir markvörðinn. Þetta er annað markið sem hann skorar á mótinu og markið hjá honum í dag er hér að neðan.

Jóhannes Kristinn er upp­al­inn KR-ing­ur og fæddur árið 2005 en hann hefur síðustu vikur verið á reynslu hjá Rangers. Hann á að baki þrjá leiki með yngri landsliðum Íslands og var síðast fyrirliði í leik með U15 ára landsliðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið