Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jóhannes Kristinn kom inn á og skoraði fyr­ir ung­lingalið Rangers – Myndband

Jóhannes Kristinn kom inn af bekkn­um og skoraði fyrir U17 ára lið Rangers á sterku móti unglingaliða í Katar.

Mynd/kr.is

Jóhannes Kristinn Bjarnason var í gær á skotskónum fyrir U17 ára lið Rangers frá Skotlandi þegar liðið vann 3-2 dramatískan sigur á Suwon Samsung frá S-Kóreu á alþjóðlegu móti unglingaliða í Katar.

Jóhannes Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 70. mínútu, í stöðunni 2-1 fyrir Suwon Samsung, og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 77. mínútu skoraði Jóhannes Kristinn laglegt skallamark og jafnaði þar með metin í 2-2.

Í uppbótartímanum skoraði svo Rangers drama­tískt sig­ur­mark og það kom með síðustu spyrnu leiks­ins. Leiknum lauk því með 3-2 sigri Rangers.

Næsti leikur Rangers, sem er ríkjandi meistari á mótinu, er á morgun gegn heimamönnum úr Aspire-akademíunni. Með góðum úrslitum fer Rangers áfram í átta liða úrslit keppninnar. Unglingalið PSG, Inter, Real Madrid og Barcelona eru öll á meðal þátt­tök­uliða í mótinu.

Jóhannes Kristinn er upp­al­inn KR-ing­ur og fæddur árið 2005 en hann hefur síðustu daga verið á reynslu hjá Rangers. Markið sem hann skoraði í gær má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið