Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jóhann og Gylfi frá vegna meiðsla

Jóhann Berg og Gylfi Þór verða báðir fjarverandi vegna meiðsla um helgina.

ÍV/Getty

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, og Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verða báðir fjarverandi vegna meiðsla með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann Berg er ennþá frá keppni vegna meiðsla aftan í læri og verður því ekki í leikmannahópi Burnley þegar liðið tekur á móti Leicester City á sunnudag.

Jóhann er hins vegar kominn aftur á ferðina og gæti spilað sinn fyrsta leik eftir meiðslin næsta miðvikudag gegn Manchester United. Burnley er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi Þór verður þá ekki með Everton sem fer á morgun í heimsókn til West Ham United.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, sat fyrir svörum fréttamanna á blaðamannafundi í hádeginu í dag og sagði að Gylfi væri að glíma við smá­vægi­leg meiðsli í nára. Everton er í 13. sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir