Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jóhann og félagar töpuðu dýr­mætu stigi

Jóhann Berg og félagar voru hársbreidd frá því að ná í jafntefli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Úr leiknum í dag. ÍV/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley þurftu að bíta í það súra epli að fá mark á sig á lokamínútunum gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það mark tryggði Leicester 1-2 útisigur í leiknum.

Jóhann lék fyrstu 79. mínúturnar í leiknum.

Leicester var einum manni færri nánast allan leikinn en Harry Maguire, varnarmaður Leicester, fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Jóhanni Berg.

Jóhann tók góða aukaspyrnu í kjölfarið á brotinu en Kasper Schmeichel í markinu sá við honum með flottri markvörslu.

James Maddison skoraði fyrra mark Leicester beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu leiksins og skömmu síðar, á 38. mínútu, jafnaði Burnley leikinn með marki frá Dwight McNeil.

Það var svo Wes Morgan, fyrirliði Leicester, sem sá um að tryggja Leicester sigur með skallamarki í blálokin.

Patrik Sigurður Gunnarsson, leikmaður Brentford, og Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa, sátu báðir allan tímann á varamannabekknum í ensku B-deildinni í dag.

Stefan Alexander Ljubicic spilaði þá í 80. mínútur með Eastbourne Borough sem beið lægri hlut fyrir Hungerford Town, 2-0, í ensku Vanarama-deildinni í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun