Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jóhann enn ekki til­bú­inn

Jóhann Berg hef­ur jafnað sig af meiðslum en Sean Dyche telur hann ekki vera tilbúinn í slaginn.

Mynd/Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson miss­ir í dag af fimmta leikn­um í röð hjá liði sínu Burnley þegar það mætir Southampton í hádegisleik í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg hef­ur jafnað sig af meiðslum og er klár í slag­inn en Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, ætlar ekki að hafa hann í leikmannahópi liðsins í dag.

„Við erum að gefa Jóhanni meiri tíma á æfingum með okkur. Það er gert til að ná fram stöðuleika því hann varð fyrir sömu meiðslum og áður. Þau voru hins vegar ekki eins alvarleg líkt og í fyrra skiptið.

Við þurfum að fara varlega. Við ætlum að gefa honum aðeins meiri tíma en þetta lítur vel og hann hefur æft vel í þessari viku,“ sagði Dyche um Jóhann Berg.

Burnley er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 25 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir