Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jóhann Berg meiddist í grátlegu jafntefli

Landsleikir framundan – meiðslin vonandi ekki alvarleg

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ashley Barnes hefur byrjað mjög vel á tímabilinu með Burnley en hann kom liðinu yfir á 13. mínútu. Þetta var fjórða markið hans í þremur fyrstu leikjunum.

Í seinni hálfleik þurfti Jóhann að fara af velli vegna meiðsla, vonandi að það sé ekki alvarlegt þar sem það eru landsleikir framundan gegn Moldavíu og Albaníu.

Á lokasekúndum leiksins fékk Wolves vítaspyrnu, úr spyrnunni skoraði Raul Jimenez og tryggði því Wolves jafntefli. Burnley er í 6. sæti með 4 stig eftir þrjár umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun