Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jóhann Berg kom inn á í sigri Burnley

Jóhann Berg og félagar hans í Burnley unnu góðan 1-3 útisigur á Borunemouth í ensku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu mínúturnar í 1-3 útisigri Burnley á Borunemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann kom inn á sem varamaður á 83. mínútu, en þá var staðan 1-3 fyrir Burnley, sem urðu lokatölur leiksins.

Burnley skoraði sjálfsmark eftir aðeins fjögurra mínútna leik en liðið svaraði vel fyrir sig með tveimur mörkum á stuttu millibili, á 18. mínútu og aftur aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan í leikhléi, 1-2.

Ashley Barnes var sá sem skoraði sjálfsmarkið hjá Burnley en hann bætti það upp með marki á 57. mínútu, sem varð síðan síðasta mark leiksins. 1-3 útisigur staðreynd hjá Burnley.

Jóhann og félagar færðust heldur betur fjær fallsvæðinu með þessum sigri í dag. Liðið fer upp í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eða átta stigum frá beinu fallsæti.

Enginn Íslendingur kom við sögu í ensku B-deildinni í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun