Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jóhann Berg kom inn á gegn Liverpool og skoraði

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður gegn Liverpool og skoraði eitt mark.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu mínúturnar og skoraði eitt mark fyrir Burnley sem fór í heimsókn til Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool átti mest allan leikinn í litlum erfileikum með Burnley og vann að lokum 4-2 sigur. Burnley átti ekki eina markverða skottilraun í öllum leiknum áður en Jóhann kom inn á, en fyrra mark liðsins kom beint upp úr hornspyrnu.

Jóhanni var skipt inn á á 79. mínútu í stað Jeff Hendrick og tæpum tíu mínútur síðar skoraði Jóhann annað mark Burnley.

Burnley hefur leikið 11 leiki það sem af er ári og Jóhann hefur aðeins tvisvar leikið í 90. mínútur í þeim leikjum. Þrisvar var hann ekki í leikmannahóp í þeim leikjum vegna meiðsla.

Jóhann hefur leikið 22 leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp önnur fimm.

Burnley situr í 17. sæti deildarinnar, með 30 stig, eða aðeins tveimur stigum meira en Cardiff, sem er í efsta fallsætinu, í 18. sæti.

Birkir Bjarnason byrjaði á varamannabekknum hjá Aston Villa sem mætti Birmingham í nágrannaslag í ensku B-deildinni en hann kom svo inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og spilaði því lokamínúturnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið