Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jóhann Berg fær góða dóma

Jóhann Berg fær góða dóma fyrir frammistöðu sína í sigri Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fær mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í sigri Burnley gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar Burnley vann flottan 3-0 heimasigur í 1. umferð deildarinnar.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley og lék allan leikinn en hann skoraði þriðja og síðasta mark liðsins. Jóhann skoraði með föstu og góðu skoti í fjærhornið innan teigs á 75. mínútu leiksins, sem má sjá hér að neðan. Ashley Barnes skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Burnley.

Jóhann Berg fær 7 í einkunn hjá Sky Sports og var á meðal bestu leikmanna liðsins en aðeins maður leiksins, Ashley Barnes, fékk hærri einkunn, eða 8.

Staðarmiðilinn LancsLive gefur Jóhanni 8 í einkunn og þá fær hann 7 í einkunn hjá Daily Mail. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir