Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jóhann Berg ekki með næstu vik­urn­ar

Jóhann Berg verður frá keppni næstu vik­urn­ar vegna meiðsla.

Mynd/Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, leik­ur ekki með liðinu í ensku úr­vals­deild­inni næstu vik­urn­ar vegna meiðsla. Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á fréttamannafundi í dag í aðdraganda leiksins gegn Leicester City á laugardag.

Jóhann Berg tognaði aft­an í læri í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi í síðustu viku og hef­ur verið að jafna sig af því en Dyche sagði á fréttamannafundinum að meiðslin væru nokkuð alvarleg.

„Til allrar óhamingju þá varð Jóhann fyrir meiðslum með landsliði sínu á dögunum en hann tognaði aftan í læri og meiðslin eru nokkuð alvarleg. Hann verður ekki frá í nokkra daga, heldur í nokkrar vikur og ég veit ekki enn hversu lengi hann verður frá keppni,“ sagði Sean Dyche á fréttamannafundinum í dag. 

Eru þetta önnur meiðslin sem Jóhann Berg glímir við á þessari leiktíð en hann var frá keppni í nokkrar vikur vegna kálfameiðsla sem hann varð fyrir í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni í ágústmánuði.

Burnley situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir átta umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir