Umfjöllun
Jasmín Erla komin með fjögur mörk á Kýpur
Jasmín Erla er komin með fjögur mörk í jafnmörgum leikjum með liði sínu Apollon Limassol á Kýpur.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/Apollon Limassol
Jasmín Erla Ingadóttir fer vel af stað með kýpverska liðinu Apollon Limassol, en hún hefur skorað fjögur mörk í jafnmörgum leikjum í efstu deildinni á Kýpur, eftir að hún kom til liðsins á lánssamningi frá Stjörnunni undir lok septembermánaðar. Morgunblaðið greinir frá.
Jasmín Erla var tvívegis á skotskónum í sínum fyrsta leik með Apollon Limassol í 7-1 sigri liðsins gegn Omonoia fyrir þremur vikum og lét að sér kveða um liðna helgi í 9-0 sigri á Lakatamia þar sem hún skoraði aftur tvö mörk.
Apollon Limassol hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og er með fullt hús stiga og markatöluna 59-2 eftir fyrstu sjö umferðirnar í deildinni.
Jasmín Erla verður hjá liðinu til 31. mars á næsta ári, en Stjarnan getur hins vegar kallað hana aftur úr láni um miðjan janúar.

Ekki missa af
-
Fréttir
/ 1 vika síðanStefan Alexander til lettnesku meistaranna
Stefan Alexander er orðinn leikmaður lettneska meistaraliðsins FC Riga.
eftir Íslendingavaktin -
Umfjöllun
/ 1 vika síðanKjartan enn og aftur á skotskónum – Í sögubækurnar hjá Vejle
Kjartan Henry hefur heldur betur látið að sér kveða með Vejle á árinu.
eftir Íslendingavaktin