Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafn­tefli í toppslagn­um í Svíþjóð – Arnór bor­inn meidd­ur af velli

Arnór Ingvi var borinn af velli í leik Malmö og Djurgården í Svíþjóð í dag.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö í dag þegar liðið mætti Djurgården í slag liðanna í 1. og 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli og komu bæði mörkin með stuttu millibili í síðari hálfleik. Guillermo Molins kom Malmö á bragðið á 57. mínútu með marki af stuttu færi en Jesper Karlström jafnaði metin fyrir Djurgården ellefu mínútum síðar.

Arnór Ingvi gat ekki klárað leikinn í dag, því hann var borinn meiddur af velli rétt fyrir leikhléið. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort um al­var­leg meiðsli sé að ræða en miðað við myndir úr sjónvarpsútsendingu virðist einhver hætta á því. Arnór var sárþjáður og virðist hafa meiðst eitthvað á fæti, en við skulum vona að meiðslin séu ekki alvarleg.

Malmö hefur nú ekki tapað leik í 14 deildarleikjum í röð og er því á fínni leið með að tryggja sér sænska meistaratitilinn. Liðið er í efsta sætinu og er fjórum stigum á undan AIK, sem er í 2. sæti.

Uppfært: Arnór varð fyrir ljótri tæklingu frá Haris Radetinac, leikmanni Djurgården, í leiknum í dag. Hægt er að sjá atvikið með því að smella hér.

Arnór bor­inn meidd­ur af leik­velli í dag. Mynd/Expressen

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun