Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafntefli í Íslendingaslagnum

Dagný og Gunnhildur Yrsa áttust við í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

ÍV/Getty

Íslendingaslagur fór fram í bandarísku kvennadeildinni í nótt þar sem Portland Thorns og Utah Royals mættust í 9. umferð deildarinnar, að viðstöddum 15.581 áhorfendum.

Dagný Brynjarsdóttir leikur fyrir Portland Thorns og hjá Utah Royals leikur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir en þær áttust við í nótt og léku allan leikinn. Þær enduðu með því að skipta með sér stigum eftir markalaust jafntefli.

Eftir jafnteflið í nótt jafnaði Utah Royals toppliðið Washingt­on Spi­rit á toppi deildarinnar með 17 stig. Portland Thorns situr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Washingt­on og Portland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun