Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafntefli hjá Mikael og Eggert

Midtjylland og SønderjyskE, lið þeirra Mikaels og Eggerts, gerðu jafntefli í Danmörku í kvöld.

Midtjylland, lið Mikaels Anderson, gerði í kvöld 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Hobro í dönsku úrvalsdeildinni.

Mikael spilaði fyrstu 86. mínúturnar fyrir Midtjylland og fékk að líta gult spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Mörkin í leiknum komu bæði á lokakaflanum. Hobro komst í forystu á 84. mínútu áður en Midtjylland jafnaði metin í uppbótartíma og þar við sat í markaskorun.

Eggert Gunnþór Jónsson lék síðustu 10 mínúturnar með liði sínu SønderjyskE sem gerði jafntefli við Silkeborg í miklum markaleik en lokatölur leikskins urðu 3-3. Jafnteflið var nokkuð svekkjandi fyrir Eggert og félaga því Silkeborg jafnaði í 3-3 þegar átta mínútur voru eftir.

Hjörtur Hermannsson tók út leikbann þegar lið hans Brøndby lagði Álaborg, 2-1, er liðin mættust í kvöld. Með sigrinum heldur Brøndby þriðja sætinu í deildinni og er komið með 13 stig eftir sex umferðir. Midtjylland er í öðru sætinu með 16 stig og hefur ekki enn tapað leik en SønderjyskE er í 5. sæti með 9 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun