Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafn­tefli hjá Matthíasi

Matthías lék í fremstu víglínu Vålerenga í jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brann og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Matthías Vilhjálmsson lék í fremstu víglínu Vålerenga fyrstu 77. mínúturnar í leiknum áður en hann var tekinn af velli.

Brann skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Herolind Shala jafnaði metin fyrir Vålerenga skömmu fyrir leikhlé. Lokatölur í leiknum urðu 1-1.

Þetta var fimmti leikur Vålerenga á leiktíðinni og Matthías hefur spilað í þeim öllum. Hann átti í síðustu umferð stoðsendingu þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Tromso um síðustu helgi. Matthías gerði þá tvennu í fyrsta leik Vålerenga á leiktíðinni.

Matthías og félagar í Vålerenga eru í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun