Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafntefli hjá Kjartani – Eggert lék í tapi

Kjartan Henry og Eggert Gunnþór spiluðu báðir í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Kjartan Henry Finnbogason og samherjar hans í Vejle gerðu markalaust jafntefli við Horens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Kjartan lék allan tímann í fremstu víglínu Vejle í leiknum.

Liðin voru í dag að leika innbyrðis í fall-umspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því í vetur og Vejle er í riðli eitt í fall-umspilinu ásamt liðunum AGF í Árósum, Horens og SønderjyskE. Vejle situr í neðsta sætinu með 28 stig.

Eggert Gunnþór Jónsson og liðsfélagar hans í SønderjyskE, sem eru með Vejle í sama riðli, spiluðu þá einnig í dag en liðið fór í heimsókn til AGF í Árósum.

Eggert byrjaði á miðjunni hjá SønderjyskE og lék allan leikinn.

AGF í Árósum náði forystu snemma leiks, á 17. mínútu, en Christian Jakobsen jafnaði metin fyrir SønderjyskE aðeins þremur mínútum síðar. Allt stefndi í jafntefli í leiknum en allt kom fyrir ekki. AGF skoraði á síðustu mínútu leiksins og Eggert og félagar þurftu að sætta sig við svekkjandi 2-1 tap í dag.

SønderjyskE er í þriðja sæti í riðlinum með einu stigi meira en Vejle.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun