Umfjöllun
Jafntefli hjá Gylfa – Tap hjá Aroni
Gylfi Þór lék í markalausu jafntefli og Aron Einar spilaði í tapi í ensku úrvalsdeildinni í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Gylfi í baráttu í leiknum í dag. ÍV/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton gerðu markalaust jafntefli við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi spilaði í 85. mínútur fyrir Everton áður en Theo Walcott kom inn á í hans stað.
Everton var hættulegri aðilinn í leiknum en liðið átti 22 marktilraunir á móti aðeins átta frá Crystal Palace.
Cenk Tosun átti bestu tilraun leiksins þegar hælspyrna hans var varin stórkostlega af Vicente Guaita, markmanni Crystal Palace. Niðurstaðan markalaust jafntefli.
Gylfi og félagar eru í 8. sæti deildarinnar með 50 stig.
Aron og félögum mistókst að ná í stig gegn Fulham
Aron Einar Gunnarsson lék í 87. mínútur fyrir Cardiff sem tapaði fyrir föllnu liði Fulham, 1-0, í dag.
Tíu mínútur fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Ryan Babel glæsimark og það mark tryggði Fulham stigin þrjú í dag.
Aron Einar og félagar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í dag til eiga betri möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Cardiff er enn í 18. sæti, sem er fallsæti, með þremur stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tveir leikir eru eftir í deildinni.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 5 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 5 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin