Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafn­tefli hjá Augsburg

Alfreð lék allan leikinn fyrir Augsburg sem gerði jafntefli gegn Freiburg.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason og samherjar hans hjá Augsburg gerðu í dag 1-1 jafntefli við Freiburg í 5. umferð þýsku Bundesligunnar.

Alfreð var í byrjunarliði Augsburg, bar fyrirliðabandið og lék allan leikinn.

Freiburg komst yfir á 23. mínútu með marki frá Lucas Höler en Florian Niederlechner jafnaði metin fyrir Augsburg á 39. mínútu leiksins og þar við sat.

Alfreð og félagar í Augsburg eru í 11. sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Kolbeinn Birgir Finnsson lék fyrr í dag allan leikinn fyrir U23 ára lið Dortmund sem steinlá fyrir Rödinghausen, 4-0, í þýsku D-deildinni. Dortmund er í 6. sætinu í deildinni með 13 stig eftir átta leiki.

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem gerði 1-1 jafntefli við Magdeburg í þýsku C-deildinni. Andri Rúnar er frá vegna meiðsla en Kaiserslautern er í 14. sæti með 10 stig eftir níu leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun