Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt í Íslendingaslagnum í Danmörku

Kjartan Henry Finnbogason og Jón Dagur Þorsteinsson mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Úr leiknum í dag. ÍV/Getty

Vejle Boldklub og Vendsyssel FF skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn fyrir Vejle líkt og Jón Dagur Þorsteinsson gerði fyrir Vendsyssel FF.

Vendsyssel komst yfir snemma í leiknum þegar aðeins átta mínútur voru liðnar af leiknum.

Vejle jafnaði svo metin í blálokin á 90. mínútu og lokaniðurstaðan var því 1-1 jafntefli.

Kjartan og Jón Dagur fengu báðir að líta gula spjaldið í leiknum.

Danska úrvalsdeildin fór aftur af stað fyrir einum mánuði síðan eftir tveggja mánaða vetrarhlé.

Fjórtán lið leika í dönsku úrvalsdeildinni og aðeins einn leikur er eftir af hefðbundnu keppnistímabili. Eftir síðustu umferðina tekur við umspil í deildinni. Efstu sjö liðin munu berjast um meistaratitilinn eftirsótta en neðstu sjö fara í umspil þar sem skorið verður úr hvaða lið falla niður um deild.

Vejle og Vendsyssel munu bæði fara í síðaranefnda umspilið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun