Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt í Íslendingaslag í Noregi

Íslendingaslagur fór fram í norsku B-deildinni í dag.

Hólmbert Aron lék í fremstu víglínu Álasunds í dag. Mynd/aafk.no

Íslend­ingaliðin Sandefjord og Álasunds skildu jöfn í dag, 1-1, þegar 3. umferðin fór fram í norsku B-deildinni í dag.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord í leiknum og hann spilaði fyrstu 68. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli.

Hjá Álasunds voru alls þrír Íslendingar í byrjunarliðinu. Daníel Leó Grétarsson var í vörn liðsins, Aron Elís Þrándarsson var á miðjunni og Hólmbert Aron Friðjónsson lék í fremstu víglínu. Hólmbert var að snúa aftur í liðið eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla, en hann lék fyrstu 75. mínúturnar í dag.

Sandefjord og Álasunds höfðu bæði unnið fyrstu tvo leikina á tímabilinu en þau þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli í dag. Álasunds komst yfir á 66. mínútu en Sandefjord jafnaði metin í 1-1 þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun