Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt í fyrsta leik Rúriks

Rúrik lék allan tímann fyrir Sandhausen sem gerði jafntefli í þýsku B-deildinni í dag.

ÍV/Getty

Rúrik Gíslason og félagar í Sandhausen gerðu fyrr í dag jafntefli gegn Holstein Kiel á útivelli í fyrsta leik liðanna í þýsku B-deilinni á leiktíðinni.

Eftir aðeins fjórar mínútur í leiknum komust gestirnir í Sandhausen yfir með marki frá Kevin Behrens en snemma í síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn metin og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Rúrik lék allan leikinn í dag. Sandhausen fær Osnabrück í heimsókn í fyrsta heimaleik tímabilsins eftir viku.

Sandhausen endaði í 15. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og ætlar sér að gera betur á þessari leiktíð.

Andri Rúnar Bjarnason kom við sögu með liði sínu Kaiserslautern þegar það vann 3-1 sigur á SG Sonnenhof Grobaspach í þýsku C-deildinni í dag.

Andri Rúnar byrjaði leikinn á varamannabekknum og kom inn á sem varamaður á 68. mínútu leiksins en tókst ekki að láta að sér kveða í leiknum.

Andri Rúnar gekk í raðir Kaiserslautern í síðasta mánuði og gerði tveggja ára samning við félagið eftir að hafa verið hjá sænska félaginu Helsingborgs í rúmt eitt og hálft ár.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun