Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt hjá Ingvari í toppslagn­um

Ingvar Jónsson stóð í markinu er lið hans Viborg gerði jafntefli við Silkeborg í toppbaráttuslag í dönsku 1. deildinni í kvöld.

Ingvar í leik með Viborg. Mynd/viborg-folkeblad.dk

Ingvar Jónsson varði markið hjá Viborg sem gerði 2-2 jafn­tefli við Silkeborg í dönsku 1. deild­inni í kvöld. Fyr­ir leik­inn var Silkeborg á toppi deildarinnar með 54 stig, einu stigi meira en Viborg, en fyrsta sætið fer beint upp í efstu deild. Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni.

Ingvar og liðsfélagar hans í Viborg byrjuðu leikinn mjög vel og náðu tveggja marka forystu eftir aðeins 13. mínútur. Silkeborg náði hins vegar að koma til baka með tveimur mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn. Bæði lið sköpuðu sér mikið af færum og reyndu að sækja sigurinn í lokin en lokatölur urðu 2-2 jafntefli.

Ef Viborg nær ekki að enda leiktíðina í efsta sætinu þá fer liðið að öllum líkindum í umspil um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni að ári, en 2. og 3. sæti í dönsku 1. deildinni gefa umspilsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun