Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafntefli hjá Hirti og Gumma Tóta

Hjörtur Hermannsson og Guðmundur Þórarinsson léku báðir í jafnteflum í kvöld.

Hjörtur síðasta fimmtudag þegar Brondby tryggði sér sæti í bikarúrslitum. ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson og Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, léku báðir í jafnteflum í kvöld.

Hjörtur Hermannson lék allan tímann í vörn Brøndby sem fór í heimsókn til Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nordsjælland komst yfir á fyrstu mínútu leiksins á meðan Brøndby jafnaði metin á þeirri síðustu í leiknum. Lokatölur urðu 1-1.

Um var að ræða leik í umspili deildarinnar. Brøndby leikur um þessar mundir á meðal sex efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar, í umspili um danska meistaratitilinn. Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því í vetur og Brøndby situr í fjórða sætinu með 40 stig.

Hjörtur komst síðasta fimmtudag í bikarúrslit í dönsku bikarkeppninni.

Guðmundur Þórarinsson lék þá allan tímann fyrir Norrköping sem gerði í kvöld markalaust jafntefli við AIK í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Norrköping er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni

Kolbeinn Sigþórsson, sem er nýgenginn til liðs við AIK, var ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum í kvöld.

Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson léku þá allan tímann í 2-1 tapi Mjallby í sænsku B-deildinni í kvöld. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, stýrir félaginu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun