Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt hjá Gumma Tóta og Arnóri Ingva í Íslend­inga­slag

Gummi Tóta og Arnór Ingvi mættust í Íslendingaslag í Svíþjóð í dag.

ÍV/Getty

Norrköping og Malmö skildu jöfn, 1-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, var í byrjunarliði Norrköping og spilaði allan leikinn á meðan Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrstu 82. mínúturnar fyrir Malmö.

Leikurinn byrjaði mjög fjöruglega en bæði lið voru búin skora eftir aðeins fimm mínútur. Guillermo Molins skoraði skallamark fyrir Malmö eftir góða fyrirgjöf á fjórðu mínútu og nokkrum augnablikum síðar skoraði Christoffer Nyman mark fyrir Norrköping í neðra hægra hornið, sem fór í stöngina og inn, eftir undirbúning frá Gumma Tóta. Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 1-1.

Norrköping er 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 7 stig eftir fyrstu sex umferðirnar en Malmö hefði með sigri í dag getað komist upp í efsta sæti deildarinnar þar sem Djurgården missteig sig gegn Hammarby fyrr í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun