Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jafnt hjá Arnóri Ingva og Viðari Erni

Arnór Ingvi og Viðar Örn léku báðir í jafnteflum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Ingvi lagði upp í dag. ÍV/Getty

Tveir Íslendingar spiluðu í dag þegar fyrsta umferðin í sænsku úrvalsdeildinni kláraðist.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Hacken.

Arnór lék allan leikinn á hægri kantinum.

Markalaust var í leikhléi en strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik komst Malmö yfir. Marcus Antonsson skoraði markið og Arnór lagði það upp.

Tíu mínútum eftir markið fékk Malmö vítaspyrnu og markskorari liðsins, Antonsson, fór á punktinn en hann lét síðan verja frá sér.

Arnór átti í leiknum nokkrar fínar skottilraunir en þær geiguðu allar.

Viðar Örn Kjartansson var hinn Íslendingurinn í deildinni sem var að spila í dag.

Viðar byrjaði og lék allan tímann í sínum fyrsta leik fyrir Hammarby sem gerði 1-1 jafntefli gegn Elfsborg. Viðar kom til félagsins á láni frá rússneska félaginu Rostov fyrir nokkrum vikum.

Hammarby komst yfir í leiknum á 17. mínútu en Elfsborg jafnaði þremur mínútum fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og lokatölur urðu því 1-1.

Einn Íslendingur lék þá í fyrstu umferðinni í sænsku B-deildinni í dag. Bjarni Mark Antonsson lék allan tímann í 2-0 sigri IK Brage á IK Frej Taby.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun