Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Íslendingar í aðalhlutverki þegar Sogndal og Álasund mættust

Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson skoruðu í sigri Álasund á Sogndal.

Mynd/Stavanger Aftenblad

Tveir leikir fóru fram í 18.umferð norsku fyrstu deildarinnar í dag. Sogndal og Íslendingaliðið Álasund áttust við þar sem Álasund fór með sigur af hólmi.

Tomas Totland kom Sogndal yfir strax á 8. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Íslendingarnir í liði Álasund tóku svo leikinn í sínar hendur, á 52. mínútu skoraði Daníel Leó Grétarsson. Honum var svo skipt útaf á 69. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Aron Elís Þrándarson annað mark Álasund. Sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma gerði Pape Habib Gueye út um leikinn en í uppbótartíma skoraði Akor Adams sárabótarmark fyrir Sogndal.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord gegn Skeid en leikar enduðu með 2-2 jafntefli.

Sandefjord missti þarna af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Þeir sitja í öðru sæti með 38 stig en Álasund styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 47 stig. Álasund mætir Sandnes Ulf sem situr í 8. sæti, í 19 umferð á útivelli. Sandefjord fær Raufoss sem sitja á 5. sæti, í heimsókn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun