Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Íslendingaliðin með sigra í Bandaríkjunum

Portland Thorns og Utah Royals með sigra í nótt

Mynd/Portland

Portland Royals, lið Dagnýjar Brynjarsdóttur, vann Washington Spirit, 3-1. Dagný var í byrjunarliðinu. Portland er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Chicago Red Star sem situr í öðru sæti eiga leik til góða. Næsti leikur Portland er einmitt gegn Chicago að viku liðinni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Utah Royals mættu Orlando Pride og sigruðu þær með tveimur mörkum gegn engu. Gunnhildi var skipt inná á 67. mínútu. Þetta var þriðji sigurleikur Utah í röð. Með sigrinum fór liðið upp í 4. sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Næsti leikur Utah er Miðvikudaginn 21. Ágúst gegn Washington Spirits.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun