Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Íslend­ingaliðið Kristianstads í úr­slit­in – Svava lagði upp tvö

Kristianstads er komið í úr­slit í sænsku bikarkeppninni eftir sigur í dag. Svava Rós lagði upp tvö mörk í leiknum.

Þegar Kristianstads tryggði sér sæti í undanúrslitum í síðustu viku. Mynd:[email protected]

Íslend­ingaliðið Kristianstads er komið í úr­slit í sænsku bikarkeppninni eftir að hafa unnið Pitea, 1-2, í undanúrslitum í dag.

Sif Atla­dótt­ir, Svava Rós Guðmunds­dótt­ir og Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir eru á mála hjá Kristianstad og voru þær allar í byrjunarliðinu í dag.

Þórdís Hrönn var tekin af velli eftir klukkutíma leik en Sif og Svava léku allan leikinn. Þjálfari liðsins er einnig frá Íslandi en það er Elísabet Gunnarsdóttir.

Svava Rós sá um leggja upp bæði mörk Kristianstads í leiknum.

Hitt Íslendingaliðið í keppninni, Djurgården, er aftur á dottið úr leik eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Göteborg, 1-2, í hinum undanúrslitaleiknum í keppninni. Leikurinn endaði í framlengingu.

Um var að ræða sárt tap fyrir Djurgården, vegna þess að sigurmarkið kom rétt undir lok framlengingarinnar.

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir og Guðrún Arn­ar­dótt­ir voru miðverðir Djurgår­d­en í leiknum, en Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir var fjarverandi vegna meiðsla.

Svava Rós lagði upp bæði mörk Kristianstad í dag, sem má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun