Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Ísak Berg­mann skoraði sig­ur­mark Norr­köp­ing

Skagamaðurinn Ísak Berg­mann skoraði sigurmark sænska liðsins Norr­köp­ing í æf­inga­leik í dag.

Mynd/Norr­köp­ing 

Hinn 16 ára gamli Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son skoraði sig­ur­mark Norr­köp­ing þegar liðið lagði Sarps­borg í æf­inga­leik, 2-1, í dag.

Norr­köp­ing komst yfir á 24. mínútu en Sarps­borg jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Ísak Berg­mann skoraði síðan mark sitt á 69. mínútu leiksins og reyndist það vera sigurmarkið í leiknum.

Ísak Berg­mann gekk til liðs við Norr­köp­ing frá ÍA á síðasta ári og lék einn deildarleik með sænska liðinu í efstu deild Svíþjóðar á síðustu leiktíð. Ísak þykir gríðarlegt efni og hefur leikið 21 leik með yngri landsliðum Íslands. Í þeim leikjum hefur hann skorað 11 mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið