Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ísak Bergmann skoraði í sínum fyrsta leik

Hinn 16 ára gamli Ísak Bergmann skoraði í sínum fyrsta leik með Norrköping

ÍV/Getty

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping í dag þegar liðið mætti D-deildarliðinu Timrå í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar.

Norrköping var ekki í neinum vandræðum og sigraði leikinn með sex mörkum gegn einu. Ísak skoraði eitt mark en þetta er hans fyrsta mark fyrir aðalliðið síðan hann kom til félagsins í desember sl. ásamt Oliver Stefánssyni.

Ísak er einungis 16 ára gamall. Hann er uppalinn Skagamaður og er sonur þjálfara meistaraflokks ÍA, Jóhannes Karls Guðjónssonar.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Norköpping.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun