Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingvar og Frederik Schram héldu hreinu og voru í sigurliðum

Ingvar Jónsson og Frederik Schram héldu báðir hreinu með liðum sínum í dönsku B-deildinni í dag.

Frederik Schram í leik Íslandi á síðasta ári. ÍV/Getty

Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, og Frederik Schram, markvörður Roskilde, héldu báðir hreinu með liðum sínum í dönsku B-deildinni í dag.

Ingvar var mættur aftur í mark Viborg eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. Lið hans var að spila við Fremad Amager og fór svo að lokum að Viborg skoraði á lokamínútunum og tryggði sér mikilvægan 0-1 útisigur.

Frederik Schram stóð allan tímann í marki Roskilde sem vann góðan 0-2 útisigur á Hvidovre í fallbaráttuslag í deildinni.

Tólf lið leika í dönsku B-deildinni og tvö neðstu liðin munu falla úr henni í vor.

Ingvar og félagar hans í Viborg fara upp í efsta sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Liðið er með 38 stig og er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Viborg er með jafn mörg stig og Silkeborg.

Frederik og lið Roskilde komst þá upp úr fallsæti með sigrinum í dag. Liðið er nú í níunda sæti deildarinnar með 24 stig eða tveimur stigum frá fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun