Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingvar og Frederik Schram héldu báðir hreinu í stórsigrum

Ingvar Jónsson og Frederik Schram héldu báðir hreinu í dönsku B-deildinni í dag.

Ingvar í leik með Viborg. Mynd/viborg-folkeblad.dk

Ingvar Jónsson, markvörður Viborg, og Frederik Schram, markvörður Roskilde, héldu báðir hreinu með liðum sínum í dönsku B-deildinni í dag.

Ingvar varði allan tímann mark Viborg í leik gegn botnliðinu Thisted í dag. Viborg-liðið var í stuði í dag og skoraði alls fjögur mörk og Ingvar fékk ekkert mark á sig.

Viborg-liðið trónir á toppi dönsku B-deildarinnar með 46 stig og er með tveggja stiga forskot á Silkeborg sem í 2. sæti. Ingvar og félagar eiga sjö leiki eftir af leiktíðinni.

Frederik Schram stóð síðan allan tímann í rammanum hjá Roskilde sem vann góðan 0-5 útisigur á Nykøbing í deildinni.

Frederik Schram og félagar hans í Roskilde fjarlægjast fallsvæðið eftir sigurinn í dag en liðin er þremur stigum á undan Helsingør, sem er í fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun