Umfjöllun
Ingvar hélt hreinu í sigri Viborg
Ingvar varði mark Viborg í dag og hélt markinu hreinu þegar liðið vann útisigur.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Ingvar í leik með Viborg.
Ingvar Jónsson og samherjar hans í Viborg unnu 1-0 sigur á útivelli gegn Hvidovre í dönsku 1. deildinni í dag.
Ingvar varði mark Viborg í leiknum í dag og hélt markinu hreinu. Staðan í hálfleik var markalaus en Jeff Mensah, leikmaður Viborg, skoraði fljótlega í síðari hálfleik, á 55. mínútu, og ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur því 1-0 fyrir Viborg.
Ingvar og liðsfélagar hans í Viborg hafa verið í harðri baráttu við lið Silkeborgar í dönsku 1. deildinni á leiktíðinni og þegar aðeins ein umferð er eftir í deildinni er Viborg með 57 stig, einu stigi á eftir Silkeborg sem er á toppnum.
Lið Silkeborgar náði í dag á ögurstundu að skora sigurmark í leik sínum gegn Fremad Amager í deildinni en ef liðið hefði ekki náð að sigra þá væru Ingvar og félagar í Viborg einum sigri frá því að tryggja sér sæti í efstu deild Danmerkur.
Efsta sæti deildarinnar gefur sæti beint upp í dönsku úrvalsdeildina á meðan 2. og 3. sæti fara í umspil um laust sæti. Viborg leikur við Fremad Amager í síðustu umferðinni og þarf að vonast eftir hagstæðum úrslitum til að komast beint upp í úrvalsdeildina.
Roskilde sloppið við fall
Frederik Schram og liðsfélagar hans í Roskilde eru sloppnir við fall í dönsku 1. deildinni eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Fredericia í dag.
Frederik varði í dag markið hjá Roskilde sem er komið með 35 stig, fjórum stigum frá fallsvæði, og er því búið að bjarga sæti sínu í deildinni þegar aðeins ein umferð er eftir.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 5 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 5 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin