Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingvar áfram í 1. deild – Viðar Ari í tapliði

Ingvar Jónsson og fé­lag­ar hans hjá Viborg sitja eft­ir með sárt ennið í 1. deild í Danmörku.

Ingvar í leik með Viborg.

Ingvar Jónsson og fé­lag­ar hans hjá Viborg sitja eft­ir með sárt ennið í 1. deild í Danmörku, en það var ljóst eft­ir 2-0 tap liðsins gegn Hobro í seinni leik liðanna í um­spili um laust sæti í efstu deild að ári í dag.

Ingvar stóð á milli stanganna hjá Viborg allan leikinn í dag. Viborg hafði tapað fyrri leiknum 1-0 og liðið tapar því einvíginu samanlagt 3-0.

Leikurinn hjá Ingvari byrjaði heldur illa en Hammershoy-Mistrati, leikmaður Hobro, náði eftir aðeins 50 sekúndur að skora fram hjá honum. Emmanuel Sabbi tvöfaldaði forystuna fyrir Hobro og þar við sat í markaskorun í leiknum.

Leikmenn Viborg fengu sín færi í leiknum til skora en ekki vildi knötturinn inn í mark Hobro. Ingvar og félagar í Viborg leika því í dönsku 1. deildinni að ári.

Viðar Ari lék allan tímann í tapi

Viðar Ari Jónsson spilaði allan tímann með liði sínu Sandefjord í norsku 1. deildinni í dag. Sandefjord, sem hefur byrjað leiktíðina vel, tapaði nokkuð óvænt fyrir Sogndal, 3-0, í dag.

Sandefjord í 2. sæti deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir toppliði Álasundar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun