Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingvar á leið í umspil

Ingvar Jónsson og liðsfélagar hans í Viborg eru á leið í umspil um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Ingvar í leik með Viborg.

Ingvar Jónsson og liðsfélagar hans í Viborg koma til með að fara í umspil um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið lék í dag sinn síðasta leik í dönsku 1. deildinni á leiktíðinni og endar í 2. sæti deildarinnar.

Viborg sigraði Fremad Amager 4-0 í dag og Ingvar varði mark Viborg í leiknum.

Lið Silkeborgar sigrar dönsku 1. deildina og fer beint upp um deild á meðan Ingvar og félagar í Viborg mæta Hobro í umspili um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Frederik Schram á bekknum

Frederik Schram sat á varamannabekknum hjá Roskilde sem tapaði 1-3 fyrir Koge í dönsku 1. deildinni í dag. Frederik og félagar enda leiktíðina í 9. sæti.

Frederik tilkynnti það á dögunum að hann ætli ekki að leika með Roskilde á næstu leiktíð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun