Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingi­björg skoraði og Djurgår­d­en fór áfram

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir skoraði sig­ur­mark Djurgår­d­en í kvöld.

Mynd/SVT

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir skoraði eina mark Djurgår­d­en sem lagði Bromm­a­pojkarna að velli, 1-0, í sænsku bikarkeppninni í kvöld.

Ingibjörg skoraði markið á 20. mínútu leiksins í kjölfar hornspyrnu. Þetta reyndist eina mark leiksins og Djurgår­d­en er því komið áfram í keppninni.

Ingibjörg lék fyrstu 61 mínútuna í leiknum á meðan Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Djurgår­d­en.

Sif Atla­dótt­ir spilaði allan tímann fyrir Kristianstad sem vann stórsigur á Gauta­borg DFF á útivelli, 5-1. Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með Kristianstad í leiknum.

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping sem vann 1-0 útisigur á Kalmar og Andrea Thoris­son lék sömuleiðis all­an leik­inn fyr­ir lið sitt Lim­hamn Bun­keflo sem sigraði Halmia, 3-1, á útivelli eftir framlengdan leik.

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir var þá hvíld og lék ekki með Rosengård þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Dosjo­bro á útivelli.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun