Umfjöllun
Ingibjörg skoraði og Djurgården fór áfram
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Djurgården í kvöld.
-
-
eftir
Íslendingavaktin
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Djurgården sem lagði Brommapojkarna að velli, 1-0, í sænsku bikarkeppninni í kvöld.
Ingibjörg skoraði markið á 20. mínútu leiksins í kjölfar hornspyrnu. Þetta reyndist eina mark leiksins og Djurgården er því komið áfram í keppninni.
Ingibjörg lék fyrstu 61 mínútuna í leiknum á meðan Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården.
Sif Atladóttir spilaði allan tímann fyrir Kristianstad sem vann stórsigur á Gautaborg DFF á útivelli, 5-1. Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með Kristianstad í leiknum.
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping sem vann 1-0 útisigur á Kalmar og Andrea Thorisson lék sömuleiðis allan leikinn fyrir lið sitt Limhamn Bunkeflo sem sigraði Halmia, 3-1, á útivelli eftir framlengdan leik.
Glódís Perla Viggósdóttir var þá hvíld og lék ekki með Rosengård þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Dosjobro á útivelli.

Ekki missa af
-
Umfjöllun
/ 5 dagar síðanSamúel Kári bikarmeistari með Viking
Samúel Kári varð í dag norskur bikarmeistari með Viking.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanÁrni skoraði tvö og lagði eitt upp
Árni átti í dag frábæran leik fyrir Kolos Kovalivka en hann skoraði tvö mörk...
eftir Íslendingavaktin