Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ingibjörg skoraði í tap­leik

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Djurgården þegar liðið tapaði í kvöld.

Mynd/Djurgården

Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum fyrir Djurgården sem tapaði gegn Växjö á útivelli í efstu deild sænska fót­bolt­ans í kvöld.

Växjö náði forystunni í leiknum á 25. mínútu en Ingibjörg jafnaði metin fyrir Djurgården og skoraði eina mark liðsins á 40. mínútu. Þetta var hennar fyrsta mark á leiktíðinni en hún lék allan leikinn í kvöld. Guðrún Arn­ar­dótt­ir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Djurgården en markvörður liðsins, Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, er í barneigna­frí.

Það stefndi allt í jafntefli í leiknum en heimakonur í Växjö skoruðu sigurmark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok og lokatölur urðu því 2-1 fyrir Växjö.

Djurgården er 10. sæti deildarinnar með 9 stig, fimm stigum frá beinu fallsæti.

Í norsku 1. deildinni í kvöld fór fram Íslendingaslagur þegar Sandefjord tók á móti Start, þar sem markalaust jafntefli var niðurstaðan. Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Sandefjord og þá spilaði Aron Sigurðarson allan tímann með Start.

Sandefjord er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig eftir 17 umferðir á meðan Start er í því þriðja með 35 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun