Fylgstu með okkur:

Fréttir

Hrinti Hólmari og sá rautt – Sjáðu atvikið

Hólmar Örn lenti í heldur óskemmtilegri uppákomu með liði sínu Levski Sofia um síðustu helgi.

Mynd/gong.bg

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Levski Sofia í Búlgaríu, lenti í heldur óskemmtilegri uppákomu í leik liðsins gegn Lokomotiv Plovdiv í búlgörsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og endaði með markalausu jafntefli en aðeins tveimur stigum munar á liðunum eftir leikinn. Levski Sofia er í öðru sæti með 43 stig og Lokomotiv Plovdiv í þriðja sæti með 41 stig. Ludogorets Razgrad trónir á toppi deildarinnar með 48 stig eftir 20 umferðir.

Eftir rúmlega klukkutíma leik var Hólmar Örn í mikilli baráttu við slóvenska sóknarmanninn Alen Ozbolt sem varð til þess að báðir féllu í jörðina. Ozbolt stóð upp, brást afar illa við og hrinti Hólmari harkalega þegar hann var að rísa á fætur, sem sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Ozbolt fékk að líta rauða spjaldið fyrir athæfið frá dómara leiksins og gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja bann. Hólmar Örn fékk hins vegar gult spjald og var hann mjög ósáttur við þá ákvörðun, en hvernig rökstuddi dómarinn niðurstöðu sína?

„Ég spurði dómarann af hverju ég hafi fengið spjald og hann sagði að eitthvað hafi ég gert til þess að fá þessi viðbrögð. Giskaði sem sagt bara,“ sagði Hólmar Örn í samtali við Íslendingavaktina í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir