Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hörður sneri aft­ur í jafntefli

Hörður Björgvin sneri aft­ur í lið CSKA Moskvu í dag.

Hörður Björgvin Magnússon sneri í dag aftur á völlinn með liði sínu CSKA Moskvu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Ufa á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hörður hafði ekki spilað síðasta leik liðsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í byrjun þessa mánaðar en hann hefur nú jafnað sig að fullu og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá CSKA Moskvu. Arnór Sigurðsson lék sömuleiðis allan leikinn fyrir liðið.

Ilzat Akhmetov kom CSKA Moskvu yfir á 26. mínútu leiksins en heimamönnum í Ufa tókst að ná í stig úr leiknum á lokakafla leiksins. Lokatölur urðu því 1-1.

CSKA er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum frá toppliðunum Lokomotiv Moskvu, Zenit frá Sankti Pétursborg og Rostov.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun