Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Hörður og Arnór spiluðu í sigri CSKA

Hörður lék allan tímann í vörn CSKA og Arnór spilaði lokamínúturnar er liðið vann 3-0 sigur á Rubin Kazan.

ÍV/Getty

Íslendingaliðið CSKA Moscow vann 3-0 sigur á Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin Magnússon var allan tímann í vörn CSKA í leiknum og átti mjög góðan leik. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu og spilaði þar með lokamínúturnar í leiknum.

Rússneksa úrvalsdeildin fór af stað um síðustu helgi eftir rúmlega þriggja mánaða vetrarhlé. CSKA situr í þriðja sæti deildarinnar, með 33 stig, þegar ellefu umferðir eru eftir af leiktíðinni. Krasnodar, sem situr í öðru sætinu, er aðeins með einu stigi meira. Zenit St. Petersburg trónir svo á toppi deildarinnar, með 37 stig.

Fyrsta og annað sætið í deildinni tryggir liðum í deildinni fast sæti í Meistaradeild Evrópu en þriðja sætið gefur umspilssæti í sömu keppni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun